Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu

Smjörsteiktur makríll  Makríll er feitur, bragðgóður, stútfullur af omega 3 fitusýrum og með þónokkuð af B12 og D vítamínum.

Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir með makrílinn sem hún steikti

Smjörsteiktur makríll

6 makrílflök (með roði)

Season all

smá sykur

smjör

Kryddið fiskinn með season all fisk megin og steikið á pönnu upp úr smjöri, fyrst
á fiskihliðinni. Stráið sykri á fiskinn roð megin áður en þið steikið þá hlið.

Smjörbráð með fiskinum

100 g smjör

3 msk. soja sósa

2 hvítlauksrif

2 tsk. fersk steinselja

Smjörið er brætt og hinu svo bætt út í og notað sem feiti eða sósa á makrílinn.
Gott er að borða soðnar kartöflur og gott salat með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *