Rabarbarapæ Alberts

rabarbarpæ, rabbarbarapæ, rabarbari, engifer kanill súkkulaði kókosmjöl fljótlegt, besta gott mjög frábært kaffimeðlæti, Albert Eiríksson, Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar rabbabari einfalt mjög gott pai pæ baka kaka terta bakað úr með kaffinu rabarbara kaka kaka með rabarbara einfalt fljótlegt rhubarbcake Tarte à la rhubarbe
Rabarbarapæ Alberts

RABARBARAPÆ Alberts

Eitt vinsælasta kaffimeðlæti síðustu ára hefur verið rabarbarapæ, öll árin sem ég rak sumarkaffihús á Fáskrúðsfirði var boðið uppá pæið við miklar vinsældir. Var svo þreyttur á að skrifa uppskriftina upp fyrir gesti að ég lét prenta hana á kort, bæði á íslensku og frönsku, eins og hér má sjá fyrir neðan. Nú vorar og rabarbarinn farinn að vaxa, því er upplagt að bjóða sumarið velkomið með því að skella í pæ. Sjálfur er ég ekki hrifinn af að nota frosinn rabarbara og baka því aðeins pæið á meðan rabarbarinn vex.

Ef komið er fram í ágúst er gott að strá 1 msk af sykri yfir rabarbarann í forminu og láta bíða í nokkrar mínútur áður en deigið er látið yfir.  Rabarbari verður súrari eftir því sem á sumarið líður.

G.K: „Svona eiga uppskriftir að vera: einfaldar og fljótlegar m. tilbrigðum -og bragðgóðar“

.

RABARBARIFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR

.

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

-Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.

-Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.

ENDILEGA DEILIÐ ÞESSARI FRÁBÆRU UPPSKRIFT SVO FLEIRI FÁI NOTIÐ  🙂

Rabarbarapæ einfalt fljótlegt gott
Rabarbarapæ Alberts
Tarte a la rhubarbe
Tarte à la rhubarbe – Rabarbarapæ Alberts

🇫🇷
Líka á frönsku – þið megið gjarnan láta Frakka vita af þessu

🇫🇷 🇮🇸

RABARBARIFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR

RABARBARAPÆ Alberts

💖

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.