Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika. Það má nota í ricotta pönnukökur ásamt berjasósu, inn í crepes, saman við Gríska jógúrt, ofan á pavovu tertu, til ísgerðar, ofan á ristaða brauðið eða lummurnar. Þið sem hafið fleiri hugmyndir megið gjarnan setja þær hér fyrir neðan

Lemon Curd – sítrónusmjör

4 stór egg

1 1/3 bollar sykur

1 bolli ferskur sítrónusafi

175 g smjör

1 msk rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk salt

gulur matarlitur

Þeytið vel saman í hrærivél egg og sykur. Bræðið smjör í potti, hellið eggjahrærunni saman við og loks sítrónusafa, berki, salti og matarlit. Sjóðið við lágan hita, þeytið stanslaust í 10 mínútur. Hellið strax í gegnum fínt sigti í skál, kælið og setjið á krukkur með loki – skrúfið lokið strax á.

IMG_0360

Við bjóðum líkast til Lemon curd
sem logagyllt seður hvern matarnörd,
því ofan á brauð má það alveg jeta
úr eggjum og smjeri að hætti Breta.

-P.B

3 thoughts on “Sítrónusmjör – Lemon Curd

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *