Blómkáls kúskús salat

Kús kús blómkálssalat Indland indverskt túrmerik kuskus blómkál kúskús
Blómkáls kús kús salat

Blómkáls kúskús salat

Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Á diskinn með salatinu setti ég sneiðar af ferskum ananas, hann passar vel með þessum rétti og enn betra væri að skera ananasinn niður og blanda honum saman við.

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

Blómkáls kúskús salat

1/2 blómkálshöfuð

2-3 gulrætur

1 tsk turmeric

1/4 tsk cayenne

1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

1 dl rúsínur

3 tómatar, saxaðir gróft

1/2 dl fersk söxuð mynta

1/2 dl fersk söxuð steinselja

3 msk góð matarolía

1 msk tahini

safi úr einni sítrónu

1 tsk grænmetiskraftur

Setjið blómkál og gulrætur í matvinnsluvél og saxið smátt. Látið í skál og bætið saman við kryddi, rúsínum, tómötum, helmingnum af myntunni og helmingnum af steinseljunni.  Hristið saman matarolíu, tahini, sítrónusafa og grænmetissafa og hellið yfir grænmetið.

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.