Hrísgrjónasalat

Hrísgrjónasalat. Það má vel nota hrísgrjón í salat sem meðlæti með mat. Þetta salat er kjörið með kjöt- eða fiskréttum.  Hrísgrjónasalatið var borið fram með kanilkjúklingnum hér á dögunum

Hrísgrjónasalat

200 g hrísgrjón

50 g rúsínur

50 g apríkósur, þurrkaðar

1/2 rauðlaukur

3 cm engifer, rifið

1/2 tsk kóríander

1/2 tsk múskat

salt og pipar

safi úr hálfri sítrónu

5 msk góð olía

1 dl möndluflögur.

Sjóðið hrísgrjónin, skolið og setjið í skál. Saxið apríkósur og rauðlauk og bætið út í. Því næst engifer, kóriander, múskati, salt, pipar, sítrónusafa, olíu og möndluflögum.

Blandið öllu vel saman

Kanelkjúklingur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *