Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur. Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.

Fíflasmákökur

1 b haframjöl

1 b hveiti

1/2 b góð olía

3/4 b hunang

2 egg

1 tsk vanilllu extract

1 tsk salt

1 b fíflablóm (aðeins guli hlutinn)

Blandið saman með sleif haframjöli, hveiti, olíu, hunangi, eggjum, vanillu og salti. Bætið út í gula hlutanum af fíflablómunum. Setjið á bökunarpappír með teskeið og bakið í 15-20 mín við 185° í 10-15 mín.

PDF til útprentunar

Smákökudeig

Fiflar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *