Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Lesa meira...

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

Lesa meira...