Blinis með kavíarþrennu

Blinis

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

Blinis

1 b hveiti

1/2 tsk salt

1 egg

2 msk góð olía

2/3 b mjólk

1/2 tsk lyftiduft

Blandið öllu saman og steikið blinis (litlar lummur) á pönnu. Látið kólna.

Berið fram með sýrðum rjóma og hrognum. Sjá myndir

Blinis

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *