Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni vel heppnaðri máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða.

Trufflur með hampfræjum.

1/4 b goji ber (lögð í bleyti í um 20 mín)

1/4 b valhnetur

4 msk hampfræ

1/2 b rúsínur

2 msk sesamfræ

ca 25 g gott dökkt súkkulaði

1/4 tsk salt

Hellið mesta safanum af goji berjunum, látið þau í matvinnsluvél ásamt valhnetum, hampfræjum, rúsínum, sesamfræjum, súkkulaðinu og salti. Maukið (þó ekki of mikið), mótið kúlur með teskeið og látið þær kólna í ísskáp. Tilvalið með kaffinu eftir góða máltíð.

PDF til útprentunar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *