Skessuskot – stríðsterta

Skessuskot – stríðsterta Jóna Björg jónsdóttir steinunn björg Elísdóttir NÓA KROPP eygló Aðalsteinsdóttir dagný Elísdóttir elsa sigrún elísdóttir Berglind ósk Agnarsdóttir Begga Agnars guðný elísdóttir Skessuskot – stríðsterta, terta, saumaklúbbur, Elsa Sigrún, Fáskrúðsfjörður, franskir dagar, blað franskra daga
Skessuskot – stríðsterta

Skessuskot

Elsa Sigrún frænka mín bakað þessa tertu þegar saumaklúbburinn hennar útbjó HLAÐBORÐ fyrir blað Franskra daga. Ætli þessi terta geti ekki flokkast sem stríðsterta?

— SAUMAKLÚBBURTERTUR — NÓA KROPP — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURMARENGSRICE KRISPIESSKESSU…

.

Skessuskot

Botnar:

4 eggjahvítur

100 g sykur

50 g púðursykur

1 tsk. lyftiduft

2 bollar Rice crispies

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Blandið lyftidufti og rice crispies saman við en passið að hræra ekki mikið eftir að allt hráefnið er komið í skálina. Setjið í tvö form og bakið við 160°c í 45 mín.

Krem:
4 eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
150 g súkkulaði
½ dl Amarulla líkjör

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan er ljósgulleit og loftkennd. Bræðið saman smjör og súkkulaði og blandið saman við eggjarauðurnar. Að lokum er Amarulla bætt útí og hrært vel.

Á milli:

300 ml þeyttur rjómi. Jarðarber, vínber, bláber, Nóa kropp

Samsetning:
Setjið annan botninn á disk og smyrjið ca ¾ af kreminu ofan á botninn. Setjið þeyttan rjóma ásamt niðurbrytjuðum berjum þar ofaná og lokið með hinum botninum. Látið afganginn af kreminu drjúpa yfir kökuna og skreytið með Nóa kroppi og ávöxtum.

🌹
Skessuskot – stríðsterta Jóna Björg steinunn eygló dagný elsa Berglind guðný elísdóttir
Jóna, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

.

— SAUMAKLÚBBURTERTUR — NÓA KROPP — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURMARENGSRICE KRISPIESSKESSU…

Skessuskot

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.