Hvítlauksbrauð með ostasalati

brauð ostasalat pestó Begga agnars berglind ósk agnarsdóttir fáskrúðsfjörður saumaklúbbur salat ostasalat brauð
Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð

Ostur og vínber passa vel saman. Í salatinu eru þrjár ólíkar ostategundir, paprika, vínber, sýrður rjómi og mæjónes. Gott brauð með góðu salati frá Berglindi Agnarsdóttur.

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

.

Hvítlauksbrauð

5 dl vatn
5 tsk. þurrger
2 tsk. salt
2 msk. olía
u.þ.b. 900 g hveiti
6 pressaðir hvítlaukgeirar

Leysið ger upp í vatninu og blandið salti, olíu og hveiti saman við. Hnoðið vel. Pressið hvítlaukinn út í deigið smátt og smátt á meðan hnoðað er. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það hefast í 45 mínútur. Skiptið deiginu í þrjáhluta og mótið úr þeim brauð. Passið að hnoða ekki allt loft úr deiginu. Búið til rauf í mitt brauðið og smyrjið hvítlaukssmjöri í raufina, stráið basiliku yfir smjörið. Brettið svo deigið yfir smjörið þar til það er alveg hulið. Látið hefast í 30 mín. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Gott er að úða vatni inn í ofninn, þegar brauðin eru sett inn, til að fá stökka skorpu.

Ostasalat

1 camembert ostur
1 mexico ostur
½ piparostur
½ rauð paprika
½ gul paprika
vínber eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes

Skerið ostinn í bita og vínberin í tvennt. Blandið öllu saman með sýrðum rjóma og majónesi. Gott að láta standa í um stund í ísskáp áður en borið er fram.

Brauðið og ostasalatið útbjó Begga vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum 🙂

Eygló Dagný Berglind
F.v. Eygló, Dagný og Berglind

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

— HVÍTLAUKSBRAUÐ MEÐ OSTASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla