Fíflasíróp

Fíflasíróp. Hættum nú í eitt skipti fyrir öll að agnúast út í fíflana, þeir eru harðgerðir og ekkert vinnur á þeim. Sættist við fallega túnfífla og nýtið þá.

Því miður átti ég ekki 500 g af sykri svo ég setti hunang á móti, sírópið smakkast afar vel.

Fíflasíróp

amk 300 fíflablóm

safi úr einni sítrónu

vatn

1/2 kg sykur

1/3 tsk salt

Klippið græna hylkið af fíflablómunum og setjið gula hlutann í pott ásamt sítrónusafanum. Bætið við vatni svo rétt fljóti yfir fíflana og sjóðið í 20 mínútur. Síið vökvann frá. Því næst er vökvinn settur í pott og sykrinum bætt út í. Blandan er látin malla við vægan hita í u.þ.b. þrjá tíma án þess að lokið sé á pottinum – eða þangað til sírópið er passlega þykkt. Hellið sírópinu í tandurhreinar krukkur, lokið og geymið í ísskáp.

2 thoughts on “Fíflasíróp

    • Mig langar að vita hvort það er sama hvenær sumars maður tínir sér fíflana í sírópið? … Semsagt hvort það skiptir máli,hvort eru ungir eða teknir seinna af sumri?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *