Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum

Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum. Það er þægilegt að baka brauð sem eru með matarsóda eða lyftidufti, þannig brauð eru kjörin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum.

Brauð með heslihnetum og tröllahöfrum

2 dl tröllahafrar

3 dl heilhveiti

2 dl hveiti

1 dl hörfræ, mulin

1 dl rúsínur

1 dl saxaðar heslihnetur

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

3 dl hrein jógúrt

2 dl soyamjólk

1/2 dl fljótandi hunang

Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrti og hunangi saman við. Bakið í jólakökuformi, íklæddu bökunarpappír, í 50-60 mínútur.

One thought on “Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *