Peru-, feta- og spínatsalat

Peru-, feta- og spínatsalat Fjóshornið Egilsstaðir
Peru-, feta- og spínatsalat

Peru-, feta- og spínatsalat

Smá leyndarmál, á bænum Egilsstöðum er lítið og vinalegt kaffihús sem heitir Fjóshornið. Egilsstaðabændur selja þar sínar afurðir, m.a. fetaost sem er einn sá besti á Íslandi. Því miður fæst osturinn ekki á fleiri stöðum. Það er vel þess virði að koma við í Fjóshorninu og fá hjá þeim ost. Ekki segja of mörgum frá þessu leyndarmáli svo osturinn verðir ekki búinn næst þegar við verðum þar á ferðinni.

Eins og áður hefur komið fram ræktum við arfa á svölunum. Salatið samanstóð af spínati og haugarfa (2/3 og 1/3)

Peru-, feta- og spínatsalat

2 bollar spínat

1/2 pera

1/2 b feta ostur

1/4 b kasjú hnetur

2 msk sítrónusafi

1 tsk sterkt sinnep

1 tsk hunang

2-3 msk góð matarolía

salt og pipar

Skolið spínatið vel. Skerið peru í bita og blandið saman við spínatið ásamt hnetunum ostinum. Látið sítrónusafa, sinnep, hunang, olíu, salt og pipar í box með loki og hristið vel. Blandið salatið vel saman og hellið dressingunni yfir.

Peru-, feta- og spínatsalat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.