Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Marenering á kjöt

lauf af: birki, fjalldrapa, bláberja og aðalbláberjalyngi og líka beitilyng, krækiberjalyng, blóðberg og einiber. Þetta var allt sett ásamt vatni í blandara og maukað vel,

bláberjasulta

krækiberjasaft

Heinz chilli tómatsósa

smá bbq sósa

smá púðursykur

hitið upp að suðu – kælið – blandið saman við jurtamaukið.

Marinerið kjötið og geymið á köldum stað i 2-3 sólarhringa. Pakkið kjötinu inn í bökunarpappír næst kjötinu svo álpappír þar yfir.

Grillið í tvo tíma snúið amk. tvisvar sinnum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *