Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.

Í stórafmæli Láru var margt góðra veitinga, m.a. bakaði Óli hennar rúgbrauð sem rann ljúflega niður.

Óla rúgbrauð

1 lítri súrmjólk

480 g rúgmjöl

150 g heilhveiti

130 g hveiti

1 tsk natron

115 g púðusykur

300 g sýróp

1/2 tsk salt.

Öllu blandað saman og sett í vel smurt form og lok eða álpappír sett yfir bakað við 100¨gráður í 4 tíma og slökkva svo á ofninum og láta kólna í ofninum yfir nótt.

One thought on “Óla rúgbrauð

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *