Grillað lambalæri Kjartans

Grillað lambalæri Kjartans Kjartan örn steindórsson Elísa jóhannsdóttir , grillað lambalæri, kolagrill, grill, lamb lambakjöt á grillið
Kjartan grillar lærið

Grillað lambalæri Kjartans

Eins og segir á síðu Matvælastofnunar geta myndast óæskileg efni í mat við bruna, t.d. þegar grillað er. Þess vegna er mikilvægt að logar teygi sig ekki upp í það sem grilla á.

Til þess er tilvalið að grilla á „óbeinan“ (indirect barbecue) hátt. Hægt er að kaupa slík grill, t.d. þar sem kol eða gasbrennarar eru allt í kring, en ekki í miðjunni. Í sumum grillum er hægt að kveikja á tilteknu svæði og leggja það sem grilla á til hliðar við það. Þetta er hægari eldun, en væntanlega hollari. Hægeldað kjöt verður líka alltaf mýkra.

Hæg-grillað lambalæri er hreinasta afbragð. Gott er að taka lærið úr frosti nokkrum dögum áður og láta það þiðna í ísskáp, til að leyfa prótínunum að brotna svolítið niður. Best er að hafa kjöt (allt kjöt) við stofuhita þegar það er steikt. Kjartan Örn lætur lítið til sín taka í eldamennsku í eldhúsinu, en er þess fljótari að fara um eins og stormsveipur eftir matinn og taka til. Þegar komið er út á verönd, breytist hann aftur á móti í listakokk og grillar allt milli himins og jarðar. Þetta er nefnilega hans svæði, þótt frúin eigi eldhúsið.

Hann sýndi snilli sína á grillinu og eldaði stórt læri þannig að það var safaríkt og mjúkt. Kjötið tók hann úr ísskápnum um morguninn.

KJARTAN ÖRNLAMBAKJÖTGRILLLAMBALÆRI

.

 Grillað lambalæri Kjartans

1 msk oregano
3 hvítlauksrif
2 tsk möluð korianderfræ
11/2 msk kúmmín
11/2 msk gróft sjávarsalt
1/2 msk ferskur malaður pipar
1/2 msk allrahanda
1/4 msk malaðar kardimommur
1/4 msk túrmerik

Blandið kryddinu saman og nuddið á lambalærið.  Grillið á óbeinan hátt í 1 1/2 tíma, óinnpakkað. Eftir það er því pakkað í álpappír og látið standa í u.þ.b. 15-20 mínútur. Tilbúið. Þetta var borið fram með steiktum kartöflum í rósmarín, þýsku gúrkusalati, spínatpestói og gratineruðu blómkáli.

Grillað lambalæri Kjartans

Grillað lambalæri Kjartans
Kjartan Örn grillar lambalærið

.

KJARTAN ÖRNLAMBAKJÖTGRILLLAMBALÆRI

— GRILLAÐ LAMBALÆRI KJARTANS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.