Kastaníuhnetukaka

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

“Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana”

Kastaníuhnetukaka

Ca. 100 gr. rúsínur

100ml. amarettó líkjör

3 egg

125 ml. sólblóma olía

1 msk. hunang

150 ml. hrein jógúrt

1 tsk. vanillukorn

300 gr. kastaníuhnetuhveiti (fæst í heilsubúðum)

1 msk. lyftiduft

3 epli ( skræld og skorin )

safi úr einni sítrónu

 

Leggið rúsínur í bleyti í líkjörinn (dágóða stund). Skrælið eplin, skerið þau og leggið í sítrónusafann. Þeytið eggin vel, þar til þau verða að léttri froðu. Bætið olíu varlega saman við, því næst hunangi, jógúrt og vanillu. Setjið varlega út í kastaníuhveiti og lyftidufti. Blandið að lokum eplum og rúsínum saman við með sleif.

Hitið ofninn hitaður uppí 180°. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm. form. Bakið í ca. 30-40 mín., eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út. Meðan kakan kólnar er gott að vefja forminu í álpappír.

Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana!

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *