Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

Lesa meira...

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Lesa meira...