Djúpsteiktir bananar – mjöööög góður eftirréttur


Djúpsteiktir bananar. Nokkrar bráðhressar ungar konur á Fáskrúðsfirði göldruðu fram rétti fyrir blað Franskra daga. Mjöööög góður eftirréttur, borinn fram með rjóma. Nýsteiktir bananar og rjómi 🙂

Djúpsteiktir bananar

4 bananar

3 egg – slegin í sundur

2 dl ljóst brauðrasp (Ströbröd frá X-tra)

2 dl fínt kókosmjöl

olía til steikingar

Veltið 4 banönum upp úr 3 eggjum.

Blandið saman raspi og kókos og veltið banönum upp úr þessu.
Steikið í olíu, (notaði Isio 4 í teflon potti).
Berið fram nýsteikt með rjómaís.

Hafdís, Eyrún, Oddrún, Svava og Tania

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *