Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur – veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með. Uppskriftin hér að netað er úr bókinni Boðið vestur

Engiferdressing

1 1/2 dl ólífuolía

1 tsk soyasósa

safi úr einni lime

2 tsk hunang

1 tsk rifið engifer

1 hvítlauksrif – saxað fínt

Maldonsalt eftir smekk

Hristið saman í krukku með loki. Hellið yfir salat rétt áður en það er borið fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *