Jarðarberjaostaterta

JarðarberjaostatertaÞessi terta er dæmi um tertu sem auðveldlega má minnka sykurmagnið um helming eða rúmlega það. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla meira af sykri.

Fengum óvænt gesti með stuttum fyrirvara og ekkert til með kaffinu. Þá þarf að bretta upp ermar. Það tekur 12 mín. að baka botninn fyrir jarðarberjaostatertuna og skemmri tíma að útbúa fyllinguna. Til að flýta enn fyrir mér setti ég botninn inn í frysti skömmu eftir að hann kom úr ofninum.

Jarðarberjaostaterta

Botn:

120 g smjör, lint

2/3 dl dökkur púðursykur

2 dl hveiti

2 dl möndluflögur

2 msk góð matarolía

1/3 tsk salt.

Hrærið saman smjöri, púðursykri, hveiti, möndluflögum, matarolíu og salti. Setjið í 20-30 cm form og bakið við 175ˆC í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.

Krem:

450 g rjómaostur

1 msk sykur

1 tsk vanilla

1 peli rjómi – þeyttur

2 msk jarðarberjasulta

2-3 dl fersk jarðarber, skorin frekar smátt

Þeytið rjómaost, sykur og vanillu í hrærivél. Bætið þeyttum rjóma og jarðarberjasultu út í og blandið vel saman. Setjið jarðarberin allra síðast og hrærið smá stund.
Sett á botninn (sem er enn í forminu) og kælið. Það er ágætt að renna
heitum hníf í kring um tertuna í forminu til að losa hana.
Skreytið með ferskum jarðarberjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *