Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur. Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn. Þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Við útbjuggum tvöfalda uppskrift, settum í tvö form. Í annan réttinn fór kókosmjólk en rjómi í hinn. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni. Það má nota allsskonar grænmtei: blómkál, spergilkál, gulrætur, rófur, sætar kartöflur, sellerý, hvítkál…….

Því miður gleymdist að taka nærmynd af kjúllanum.

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

6 kjúklingalæri

1 laukur – saxaður

3 msk góð olía

2 msk gott karrý

2 bollar ferskt grænmeti – skorið í bita

1 bolli kartöflur í bitum

1 !/2 b tómatsósa

1/4 peli rjómi ( eða kókosmjólk)

Brúnið kjúklingalæri í olíu og setjið í eldfast form. Brúnið laukinn í sömu olíu og slökkvið undir pönnunni. Bætið út í grænmetinu, kryddinu og tómatsósunni. Hrærið í og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í um 30 mín. Bætið þá rjómanum saman við og eldið áfram í um 15 mín.

Berið fram með salati og hrísgrjónum.

One thought on “Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

  1. hæ hæ mér líst mjög vel á kjúkligakarry tómata upprskriftina þína mér fynst vanta í allar uppskriftirnar fyrir hvað þetta sé fyrir marga svo ég vona að ég fái svar við því ?
    þetta er allt mjög girnilegt hjá þér svo valið er er fitt og svo vanntar mér uppskrist að góðri sósu með rækju og humri án hvítlaugs væri mjög ánægð ef ég fengi svar fyrir jól
    Gleðileg jól
    kveðja Alma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *