Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum – en ég var með tertuást á Birnu…. (og mörgum fleiri konum).

Gráfíkjukaka
150 g hveiti
150 g gráfíkjur
100 g smjör
100 g sykur
1 egg
1/2 tsk matarsódi
Skerið gráfíkjur í litla bita og sjóðið í tæpum pela af mjólk. Sjóðið vel svo gráfíkjurnar verði mjúkar og úr verði hálfgert mauk. Látið kólna. Þeytið smjör og sykur saman og bætið egginu út í. Hrærið létt og ljóst. Bætið matarsódanum út í deigið og því næst gráfíkjumaukinu. Hrærið saman. Bakið í hringlaga formi, 180° í rúman hálftíma.
Krem
75 g smjör
100 g flórsykur
1 egg
smá vanilla
kakó ef vill (fyrir lit og bragð)
.
Birna
Hluti af grein í blaði Franskra daga sem Bergdís skrifaðu um ömmu sína. Greinina í heild má sjá hér:
http://issuu.com/helgagudrunjonasdottir/docs/franskir_dagar_2014#signin

One thought on “Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *