Linsu- og grænmetissúpa

Linsu- og grænmetissúpa Jón björgvin steinsson sigurlaug maría jónsdóttir Silla Mæja
Jón Björgvin við linsu- og grænmetissúpupottinn

Linsu- og grænmetissúpa

Aðeins meira af ættarmótsveitingum, en mikið óskaplega eru ættingjar mínir myndarlegir í matseldinni. Silla Mæja kom með ljúffenga grænmetissúpu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu eins og allt annað – getur verið að við séum mathákar?

–  SÚPURVEGAN

.

Linsu- og grænmetissúpa

1 msk lífræn, kaldpressuð kókosolía (eða bara ólífuolía)

1 rauðlaukur, skorinn smátt

1 slétt msk paprikukrydd

2 lárviðarlauf

2 hvítlauksrif, skorin smátt eða pressuð

2 ½ dl linsubaunir (rauðar eða grænar sem hafa legið í bleyti)

3 gulrætur, skornar í bita

2 kartöflur, skrældar og skornar í bita

½ sæt kartafla, skræld og skorin í bita

1 rauð paprika, skorin smátt

Rúml. 1 lítri af vatni

1 dós (400gr) niðursoðnir tómatar

3 grænmetisteningar (lífrænir og gerlausir)

Mýkið lauk og hvítlauk í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið linsunum og öllu grænmetinu út í og mýkið í dálitla stund. Setjið vatnið og tómatana út í sem ásamt grænmetisteningunum. Látið suðuna koma upp, lækkið svo hita og látið malla í um 20 mínútur.

(Uppskrift fengin úr bókinni hennar Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða“)

–  SÚPURVEGAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.