Mexíkósúpa

Mexíkósúpa. Á síðasta ættarmóti kom fólk með eitthvað með sér á kaffihlaðborð – svona allir bjóða öllum í kaffi-stemningin. Um kvöldið bauð svo ættarmótsnefndin upp á súpur, hver meðlimur í nefndinni kom með eina súputegund. Ein af þeim súpum sem boðið var uppá var Mexíkósúpa, hún var borin fram í stórum potti. Eins og sjá má er uppskriftin stór og þið minnkið hana eftir þörfum – mikið svakalega er þessi súpa góð….

Mexíkósúpa

4  laukar- saxaðir
4 paprikur paprikur – í öllum litum

1 dl góð olía

3 bakkar kjúklingalundir

10 dósir af taco-sósum – millisterku og sterku

2 flöskur Heinzchili tómatsósa

4 dósir af tómatsafa úr dósum

22 kjúklingateningar

smá chillipipar

2 l matreiðslurjómi

1 l rjómi

3-4 l vatn

Saxið lauk og papriku og steikið í olíunni. Bætið út í kjúklingalundum, sósum, tómatsafa, kjúklingateningum, chili og vatni. Sjóðið á lágum hita í um 30 mín. Bætið þá út í rjómanum og sjóðið áfram í um 10 mín. Berið súpuna fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og Doritos flögum.

PDF til útprentunar

Vilborg og Árdís brettu upp ermar og suðu mexíkósúpuna

3 thoughts on “Mexíkósúpa

  1. Þarf ekki að forsteikja kjúklingalundirnar áður en þær fara í pottinn ásamt öðum hlutum súpunnar, eða á einfaldlea að sjóða kjúklinginn í 30 mín?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *