Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar 🙂

Lesa meira...

Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu. Með því að glugga (gúggla) má komast að því að hæfilegt er að áætla 100 g af ósoðnu spaghettíi á mann. Speltspaghettí bragðast nákvæmlega eins og spaghettíið úr hvíta hveitinu og þarf álíka langa suðu. Fann óvænt eina dós af sardínum í eldhússkápnum, saxaði þær niður og setti út í sósuna. Og smá gagnslaus fróðleikur: Heimsmetið í að sjóða spaghettí var sett árið 2009 þegar rúm sex tonn voru soðin í einu í sundlaug í Kaliforníu....

Lesa meira...