Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri. Í dag er kjörið að baka brauð. Þetta er góð blanda: hnetusmjör, bananar og súkkulaði. Eins og öllum ætti að vera ljóst er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Enginn ætti að nota mjólkursúkkulaði í bakstur. Alvöru dökkt súkkulaði er miklu betra og hollara. Sjálfur hef ég ekki borðað mjólkursúkkulaði í áratugi.

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

1 b hveiti                                                                                                                             1 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 b stappaðir bananar
1/3 b mjólk
1/3 b hnetusmjör
4 msk olía
2 egg
1 b gott dökkt súkkulaði, skorið í bita
1/2 b saxaðar hnetur (hesli hnetur)
Setjið fyrst þurrefnin í hrærivélaskál, síðan allt hitt. Hrærið saman um stund og
bakið í 50-60 mín á 180°C

PDF til útprentunar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *