Ostabrauð

Ostabrauð, halldóra Eiríksdóttir, gerbakstur beikonostur gerbrauð
Ostabrauð

Ostabrauð

Ostabrauð hef ég mörgum sinnum bakað bæði fyrir veislur út í bæ og líka fyrir heimilisgesti – ávallt við mikla hrifningu. Upphaflegu uppskriftina fékk ég hjá Halldóru systur minni fyrir löngu. Frétti að ostabrauð þetta væri alltaf bakað þegar saumaklúbbur nokkur í Vestmannaeyjum kemur saman og gerir sér dagamun.

HALLDÓRA EIRÍKSDVESTMANNAEYJARBRAUÐ

.

Ostabrauð

deig:

7 dl hveiti

2 tsk ger

3 dl volgt vatn

1 tsk salt

1  tsk sykur

3 msk olía

Setjið hveitið í skál, leysið gerið upp í volgri mjólk og setjið útí hveitið ásamt salti, sykri og olíunni. Hrærið vel saman og slátið lyfta sér í amk 30 mín. Gott ráð er að útbúa deigið deginum áður og láta það lyfta sér rólega í ísskápnum.

fylling

2 msk Dijon sinnep

1 askja beikonsmurostur

2oo g skinka í sneiðum

150 g pepperoni

rifinn ostur

ofaná:

tómatasneiðar

mozzarella ostur rifinn

maldon salt

pipar

Fletjið deigið út og skiptið í tvær lengjur. Smyrjið þunnu lagi af Dijon sinnepi í miðjuna, setjið skinkusneiðar, beikonost, pepperoni og rifinn ost þar ofan á. Lokið með því að leggja deigið yfir fyllinguna, klípið deigið vel saman svo það opnist ekki í bakstrinum (einnig á endunum).

Setjið ofaná tómatsneiðar, mozarellaost, salt og nýmulinn pipar.

bakið í ca 30 mín við 180-190 gráður

HALLDÓRA EIRÍKSDVESTMANNAEYJARBRAUÐ

— OSTABRAUÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla