Pecanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka til að gefa ráð. Ármann sem annars er matheill, borðar ekki rúsínur, ekki döðlur og ekki pecanhnetur… Frekar erfitt að fá góð ráð frá svoleiðis (Ár)manni…

Pecan pæ

1/2 b valhnetur

1 b rúsínur

12 döðlur – lagðar í bleyti í um 30 mín

6 apríkósur – lagðar í bleyti í um 30 mín (með döðlunum)

1/2 b pecan hnetur

smá salt.

Setjið valhnetur, rúsínur og eina msk af köldu vatni í matvinnsluvél og maukið. Látið í lítið form og þjappið lítið eitt. Kælið. Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina ásamt ca tveimur matskeiðum af vatninu sem þær voru í og smá salti. Látið maukið yfir valhnetubotninn og raðið pecan hnetum yfir.

PDF til útprentunar

One thought on “Pecanpæ

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *