Rauðrófusalat

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn og Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

Rauðrófusalat

1 stór rauðrófa

3 gulrætur

2 græn epli

1 stórt avókadó

1 dl rúsínur

2 cm bútur af fersku engiferi

safi úr einni sítrónu

1 msk góð olía

Rífið rauðrófur, gulrætur, epli og engifer með rifjárni (eða rífið í matvinnsluvélinni) og setjið í skál. Brytjið avokadó og blandið saman við ásamt rúsínum. Kreistið safann úr sítrónunni, blandið honum saman við olínua og hellið yfir salatið. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í um klst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *