Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar – telst það ekki fullkomið prótein? Kínóa er fitulítið og inniheldur mikið af trefjum, omega 3, járni, b-vítamínum, sinki, kalki og E-vítamíni. Kínóa inniheldur jafnmikið prótein og mjólk. Tekur aðeins um 15 mín að sjóða það.

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Kínóa-heilkorn soðin sér með svolitlum fyrirvara:

1 bolli quinoa, skolað og síað

1 bolli ananassafi

1/2 bolli vatn

¼ tsk soja

Hitið að suðu, hrærið, lækkið hitann og sjóðið þar til vökvinn er gufaður upp. Kælið.

100 g kasjúhnetur

3 msk hnetuolía

2 vorlaukar, skornir þunnt

2 hvítlauksgeirar, marðir

1 chilipipar, mjög fínt skorinn

rúmur cm af engifer, marinn

1 paprika

1 bolli frosnar grænar baunir

½ bolli ferskt basilikum

2 msk fínt skorin mintulauf

½ ananas skorinn í munnbitastærð

3 msk soja

3 msk grænmetissoð með krafti

límóna til að skreyta með

Hafið allt tilbúið og niðurskorið.

Hitið wok pönnu, ristið kasjúhneturnar. Geymið þær á diski. Steikið vorlaukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bætið út í chili og engifer í 2 mín. Þá papriku og baunum 3-4 mín. Þá basilikum og mintu í 1 mín.
Bætið út í ananas og kínóa, soja og grænmetissoði. Hrærið allt vel saman og hitið áfram í 10-14 mín, eða þar til kínóað er orðið vel heitt. Hneturnar yfir síðast og límónubátar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *