Sítrónubaka – tarte au citron

Frönsk sítrónubaka er unaðslega góð. Súra sírtónubragðið á móti sæta sykrinum smellpassar og getur orðið ávanabindandi….

Frönsk sítrónubaka

Deigið:

1 1/4 b hveiti

1 msk sykur

1/2 tsk salt

120 g smjör við stofuhita

3 msk kalt vatn

Blandið öllu saman og látið standa góða stund. Stundum útbý ég deigið deginum áður og geymi í ísskápnum.

Fylling:

130 g smjör

1 dós sýrður rjómi

2 egg

3 eggjarauður

2/3 b ferskur sítrónusafi

1/2 b sykur

4 tsk sítrónubörkur

Fletjið út deigið og setjið í eldfast form, bakið við 175° í 15 mín.

Bræðið saman smjör og sýrðan rjóma yfir vatnsbaði – takið til hliðar. Látið egg, eggjarauðu og sykur í skál og þeytið vel yfir vatnsbaði. Blandið saman við sítrónusafa og hrærið yfir sjóðandi vatninu í um 3 mín. Bætið við sítrónuberki og smjör/sýrða rjómanum. Hrærið vel saman í um 5 mín.

Látið yfir bökuskelina og bakið í 25-30 mín

Berið fram við stofuhita

Myndirnar eru teknar í Gravelines í Frakklandi, vinabæ Fáskrúðsfjarðar í september 2012

2 thoughts on “Sítrónubaka – tarte au citron

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *