Frönsk eplabaka – Tarte aux pommes

Frönsk eplabaka – Tarte aux pommes

Deigið:

1 1/4 b hveiti

1 msk sykur

1/2 tsk salt

120 g smjör við stofuhita

3 msk kalt vatn

Blandið öllu saman og látið standa góða stund. Stundum útbý ég deigið deginum áður og geymi í ísskápnum.

Fylling

3 græn epli

apríkósusulta

kanill

Fletjið út bökudeigið, setjið í eldfast form og bakið við 175° í 15 mín. Flysjið eplin og skerið sneiðar. Setjið apríkósusultu á bökudeigið, raðið eplunum þar á og stráið kanil yfir. Bakið í um 30 mín.

2 thoughts on “Frönsk eplabaka – Tarte aux pommes

  1. Dóttir mín valdi þessa sem afmælistertu og við gæddum okkur á henni í dag. Meðlætið var súkkulaði mjúkís og útkoman hreint út sagt dásamleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *