Hörpudiskur í grænmeti

Hörpudiskur í grænmeti linsubaunir hörpuskel
Hörpudiskur í grænmeti

Hörpudiskur í grænmeti

Þegar ég útbjó þennan rétt, skar ég allt grænmetið niður og setti í skálar. Þannig að þegar ég byrjaði sjálfa matreiðsluna var allt hráefnið tilbúið – minnti svolítið á sjónvarpskokkana sem ekki þurfa að leita að hráefninu um allt eldhús. Þeir sem ekki eiga hörpudisk eða finnst hann allt of dýr geta auðveldlega sleppt honum.

Hörpudiskur í grænmeti

Karríolía:

2 msk karrí

2 msk vatn

1 dl ólífuolía

Hrærið saman og látið standa yfir nótt. Fleytið olíunni ofan af og sigtið.

Fyrst sýður maður 1 dl linsubaunir í léttsöltu vatni

Steikt grænmeti:

1/2 rauð paprika

1 stilkur sellerí

1/4 laukur

1/4 blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar

Blandið öllu saman á pönnu og látið krauma í nokkrar mínútur í karríolíunni.

Soð:

1 dl kjötsoð

2 dl rjómi

1/2 tsk cummin

1/2 tsk karrí

örlítið af cayenne pipar

salt og pipar

Blandið öllu saman, sjóðið í 5 mín. og þykið dálítið með maizena mjöli

Að síðustu er hörpudiskur úr einum poka penslaður, saltaður og pipraður. Grillað á rifflaðri pönnu í 2 mín. hvorum megin

Blandið saman við grænmetið. Bætið soði, karríolíu og linsubaunum út í.  Skreytið með graslauk og gulri papriku.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.