Snickerskaka – ein sú allra besta

Snickersterta hrákaka raw food terta Snickers kaka Snickerskaka snickers hráterta rawcake
Snickerskaka

Snickerskaka

Í vinnunni hjá mér skiptumst við á að koma með kaffimeðlæti á föstudögum. Síðast kom Freysteinn með dásamlega Snickersköku, uppskriftin ku vera komin frá Heilsuhúsinu.

.

 HRÁTERTUR — DÖÐLURMÖNDLURKÓKOSMJÖL — HRÁFÆÐI — VEGAN — TERTUR

.

Snickerskaka

Botn:

200 g döðlur lagðar í bleyti í 10 mín

100 g möndlur

100 g kókosmjöl

1/2 tsk. vanilluduft eða dropar

Möndlurnar maukaðar fyrst í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Þessu er þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír. Sett í frysti í ca 10 – 15 mín. Botninn tekinn út og lífrænu grófu hnetusmjöri smurt yfir, magn fer eftir smekk. Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

Súkkulaðibráðin:

1 dl. kókosolía (brædd í vatnsbaði)

1 dl. hreint hrákakó (lífrænt)

1/2 dl. agave sýróp

Þessu hellt yfir og kakan geymd í frystinum. Gott að skera niður í konfektbita og geyma hana þannig í frysti.

FLEIRI HRÁTERTUR

Snickerskaka
Snickerskaka

.

 HRÁTERTUR — DÖÐLURMÖNDLURKÓKOSMJÖL — HRÁFÆÐI — VEGAN — TERTUR —

— SNICKERSKAKAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla