Mæjónes

Mæjónes. Gaman að spreyta sig á mæjónesgerð, ekki alveg svo flókið. Best er að nota góða olíu og hafa eggjarauðurnar við stofuhita (eldhúshita). Síðan verður að hella olíunni í hægt í mjórri bunu saman við rauðurnar, ef þið verðið of áköf þá getur mæjónesið skilið og hver vill nú lenda í því?
Mæjónes
3 eggjarauður
2 msk ferskur sítrónusafi
300 ml góð olía
salt
hvítur pipar – smá
Setjið eggjarauðurnar í hrærivélaskál og hrærið, hellið olíunni saman við, hægt í mjórri bunu. Bætið við sítrónusafa, salti og pipar
Ef mæjónesið verður of þykkt má þynna það með vatni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *