Skyrterta með trönuberjasultu

Skyrterta með trönuberjasultu. Það vakti athygli mína að í þessa tertu er notað hreint skyr, man ekki eftir að hafa séð það áður. En hvað um það, tertan er góð

Skyrterta með trönuberjasultu

einn Snap Jack kexpakki (í appelsínugulu umbúðunum)50 g smjör (ca)

2 ds af hreinu skyri

hálfur lítri rjómi

2 msk hrásykur

trönuberjasulta.

Bræðið smjörið og myljið kexið út í og setjið í botninn.
Létt þeytið rjómann og blandið saman við skyrið ásamt hrásykri.
Setjið skyrblönduna ofan á. Þynnið sultuna lítið eitt með vatni og dreifiið henni yfir. Auðveldara að dreifa henni þannig 🙂

Lokakvöld Dale
Ég kom með skyrtertuna og mér finnst tertan best daginn eftir. 🙂
Kveðja, Auður 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *