Kókoskaramellukökur – verðlaunasmákökur

sætur kókos sætt kókosmjöl kókosmjöl (sweetened coconut flakes Kókoskaramellukökur Smákökusamkeppni kornax
Kókoskaramellukökur

Kókoskaramellukökur. Þessar dásamlegu smákökur urðu í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár.  Bökum fyrir jólin

Kókoskaramellukökur

Kökur:

180 g smjör, mjúkt

1/2 b sykur

2 b hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

1 msk mjólk

Kókostoppur:

300 g sætur kókos (má blanda venjulegum og sætum saman til helminga)

Ofan á:

320 g Nóa Síríus töggur

1 tsk smjör

Hitið ofninn í 180 ° Hrærið smjör og sykur saman þar til það er létt og kremkennt. Blandið þurrefnum út í og síðast vanilludropum og hnoðið saman. Bætið mjólk saman við ef þarf, ekki er víst að þess þurfi, deigið ´aekki að vera mjög klístrað, þannig að hægt sé að fletja það út. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (u.þ.b. 1/2 cm á þykkt). Stingið út kökur með piparkökuformi og gerið gat í miðjuna. Raðið á ofnplötu klædda bökurnarpappír og bakið kökurnar í 10-12 mín. Kælið

Bræðið töggurnar með rjómanum yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofninum. Hrærið kókosnum út í og dreifið honum yfir kökurnar.

Bræðið súkkulaði með smjöri. hjúpið botninn á hverri köku með því að dýfa þeim í súkkulaðið. Skreytið kökkurnar með afganginum af súkkulaðinu

Sætur kókos fæst í Hagkaup

Smákökusamkeppni kornax Margrét Theódóra Jónsdóttir

Kökublað Gestgjafans 2012 bls 71. 1 sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax. Höfundur: Margrét Theódóra Jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.