Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa Daddýar. Víða leynast fyrirmyndarkokkar, Daddý sagði mér frá þessari súpu á dögunum, súpu sem hún eldar reglulega – hún verður hér eftir kennd við Daddý. Linsubaunir eru bráðhollar og þægilegar að því leyti að þær þarf ekki að leggja í bleyti. Að sögn Daddýar má til hátíðarbrigða má setja svolítið af söxuðu beikoni saman við.

Linsusúpa Daddýar.

1 laukur

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar

4 dl linsubaunir

1 msk karrý

1 dl saxaður blaðlaukur

1 paprika

ca 400 g sæt kartafla

1 tsk tandori

1 tsk tikka masala

grænmetiskraftur

1 tsk hunang

1 msk balsamikedik

1 ds kókosmjólk

1/2 l matreiðslurjómi

1 l vatn

salt og pipar

Saxið lauk lauk, blaðlauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Skerið niður sætar kartöflur og papriku og bætið útí ásamt kryddinu. Bætið grænmetiskrafti, linsubaunur og vatni og látið sjóða í um 30 mín. Bætið við kókosmjólk, hunangi, balsamikediki og matreiðslurjóma. Kryddið með salti og pipar.

PDF til útprentunar

6 thoughts on “Linsusúpa Daddýar

  1. Girnileg uppskrift. Ein spurning: eiga þetta að vera rauðar linsur? og hálfur poki, það er cirka hvað mikið magn?

    Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk,

    Ingibjörg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *