Rauðrófusalat

Rauðrófusalat. Rauðrófur eru góðar, ég þreytist seint á að dásama þær. Þetta rauðrófusalat fengum við í Frakklandi fyrir ekki svo löngu síðan

Rauðrófusalat

600 g rauðrófur

1 msk góð olía

1/3 b edik

2 tsk salt

Skerið rauðrófurnar í litla teninga og setjð í eldfast form. Blandið saman olíu, ediki og salti og blandið saman við rauðrófurnar. Setjið álpappír yfir. Bakið í 170° heitum ofni í 50-60 mín.

One thought on “Rauðrófusalat

  1. En hvað mér lýst vel á þetta eins og alla matargerð sem er einföld! Getur þú bent á með hverju þetta er gott? Með bæði kjöti, fiski og grænmetisréttum er það ekki?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *