Soðið rauðkál

Rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja ilm við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna – dásamlegt. Síðan bættist við lyktin af hangikjötinu á Þorláksmessu sem blandaðist Ajax lyktinni á meðan Gerður G, Ragnheiður Ásta, Jóhannes, Pétur, Jón Múli og fleiri lásu hugheilar jólakveðjur (að sjálfsögðu var útvarpið í botni)

Soðið rauðkál

1 höfuð rauðkál, saxað

1 msk anís

1 stöng kanill (eða 1 msk kanill)

1 grænt epli, saxað

1 dl edik

1/2 b rauðvín

1/2 b krækiberja- eða sólberjasaft

1 dl vatn

1/2 tsk salt

1 msk hunang

Setjið allt í pott og sjóðið í um klst. Setjið í hreinar glerkrukkur og lokið á meðan rauðkálið er enn heitt. Ef ykkur finnst anis annað hvort ekkert góður eða viljið sleppa honum þá er það bara í besta lagi 🙂

10 thoughts on “Soðið rauðkál

 1. Sæll Albert, ég sá þáttinn í gær og er spenntur fyrir því að prufa rauðkáls uppsk.
  Það er siður frá minni barnæsku að sjóða niður súrkál með edik og kúmen og slatta af sykri en amma mín var norsk og kom með þennan sið. Ef þú hefur áhuga á þeirri uppskrift þá sendu mér línu.

  Takk fyrir

 2. Blessaður Ragnar! Gaman að heyra af súrkáli með kúmeni og gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þú mátt gjarnan senda mér uppskriftina á albert.eiriksson (hjá) gmail.com

 3. Sæll Albert

  Ég hef nokkrum sinnum rekist á síðuna þína og alltaf jafn gaman að skoða hana. En snúum okkur að rauðkálinu, þú notar krækiberjasaft en ég á ekkert svoleiðis (og dettur eiginlega ekki til hugar að kaupa eitthvað fullt af einhverjum auka efnum), ég á aftur á móti til bæði bláberja- og rifsberjasaft – getur annað hvor þeirra komið í í stað krækiberjanna? eða eitthvað annað?
  Í það minnsta líst mér vel á þessa uppskrift og langar að prófa hana þessi jól

   • Takk fyrir góða uppskrift og gleðilegt nýtt ár
    Lét loksins verða af því að sjóða rauðkál á gamlársdag, notað i að vísu mína slumptækni og sleppti rauðvíninu, ekki það að ég hafi gleymt því eða ekki viljað, heldur til að taka tillit til blessaðra barnanna. Notaði bæði bláberjasaft og rifsberjasaft.
    Heppnaðist virkilega vel og þetta verður endurtekið.

    • Sæl, Harpa! Gleðilegt ár. Satt best að segja sleppti ég líka rauðvíniu 😉 en notaði í staðinn meira af berjasaft

 4. Sæll, ég vandist á að brúna rauðkálið eins og kartöflur. Sjóða síðan í eigin vökva og ediki eftir smekk, í eina til tvær stundir á lágum hita.

  Stundum notaði ég sítrónusafa að auki og ef mér fannst kálið ekki nægilega braðgsterkt, bætti ég úti það rifsberjasultu eða bláberjasultu.

 5. Sæll Albert, gaman og fróðlegt að lesa síðuna þína. Móðir mín var frá Saxlandi og bragðbætti alltaf rauðkálið með dálitlu beikoni sem var skorið í fína teninga og brætt/steikt á pönnu og sett út í rauðkálið allra síðast. Svona rauðkál þarf svo að sjálfsögðu að bera fram heitt. Þetta heitir mömmurauðkál hjá okkur systkinunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *