Soðið rauðkál

Rauðkál, soðið hvernig á að sjóða rauðkál epli rás 1 ajax ilmur jólakveðjur í útvarpinu hugheilar jólarauðkál jólamatur kanill negull jólameðlæti hátíðlegt meðlæti
Soðið rauðkál – dásamlega hátíðlegt

Soðið rauðkál

Það er auðvelt að tengja ilm við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna – dásamlegt. Síðan bættist við lyktin af hangikjötinu á Þorláksmessu sem blandaðist Ajax lyktinni á meðan Gerður G, Ragnheiður Ásta, Jóhannes, Pétur, Jón Múli og fleiri lásu hugheilar jólakveðjur (að sjálfsögðu var útvarpið í botni).

HUGHEILARRAUÐKÁLGRÆNMETI — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI —  RAUÐRÓFUR —  JÓLIN JÓLINÍSLENSKTÞORLÁKSMESSA

🎄

soðið rauðkál
Soðið rauðkál

Soðið rauðkál

1 höfuð rauðkál, saxað
1 msk anís
1 stöng kanill (eða 1 msk kanill)
1 grænt epli, saxað
1 dl edik (eða rúmlega það)
1/2 b rauðvín
1/2 b krækiberja- eða sólberjasaft
1 dl vatn
1/2 tsk salt
1 msk hunang.
Setjið allt í pott og sjóðið í um klst. Setjið í hreinar glerkrukkur og lokið á meðan rauðkálið er enn heitt. Ef ykkur finnst anis annað hvort ekkert góður eða viljið sleppa honum þá er það bara í besta lagi 🙂

🎄

RAUÐKÁLGRÆNMETI — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI —  RAUÐRÓFUR —  JÓLIN JÓLINÍSLENSKTÞORLÁKSMESSA

— SOÐIÐ RAUÐKÁL —

🎄

ATH. Það finnst ekki öllum anísbragðið gott og því má alveg sleppa. Sama á við um rauðvínið, því má sleppa og nota þá vatn í staðinn.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla