Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Rúlla

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Í fjölskylduboð komu Konráð og Rannveig með „brauðtertu“-rúllu – en að vísu minnti hún lítið á brauðtertu, aðeins brauðið sem er notað í hana kallast rúllutertubrauð. Þessi réttur sló í gegn og kláraðist á undraskömmum tíma. Stelpur! þessi réttur er kjörinn í næsta saumaklúbb.

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

1 rúllutertubrauð
tæp krukka bláberjasulta
8-10 skinkusneiðar
2 camembert ostar, mjög kaldir (gott að setja í frysti í 3-4 tíma)

– Penslið rúllutertubrauðið með sultu og leggið skinku ofan á. Skerið kalda ostana í sneiðar og leggið á rúlluna. Rúllið upp, penslið með hjúpnum og bakið við 180’C í 10-15 mín.

Hjúpur:
3 msk. bláberjasulta
3 msk rjómaostur
1 eggjarauða

– Velgið sultu og rjómaost saman. Hrærið vel og kælið síðan. Bætið eggjarauðu við.

Uppskriftin birtist í Gestgjafanum, því ágæta blaði

rulla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *