Matarmikil fiskisúpa

Fiskisupa

Matarmikil fiskisúpa. Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur… alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Matarmikil fiskisúpa

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

4-5 msk góð olía

3 dl vatn (eða rúmlega það)

3-4 gulrætur, sneiddar

1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita

1 gul paprika, skorin í meðalstóra bita

3 msk tómatpúreé

1 ds niðursoðnir tómatar

1 teningur fiskikraftur

1/2 teningur kjötkraftur

1 tsk tandoori masala

1/2 tsk karrí

svartur pipar

6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir

4 msk mango chutney

1 dl sæt chilisósa

5 – 600 g lax, skorinn í bita

300 g rækjur

1 dl matreiðslurjómi

4 ds kókosmjólk

steinselja

Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíunni. Bætið við vatni, gulrótum, papriku, tómatpúreé, tómötum, vatni, krafti, tandoori masala, karríi, pipar og sólþurrkuðum tómötum, mangó chutney, chilisósu og loks matreiðslurjómanum og kókosmjólkinni.  Látið sjóða niður í u.þ.b. fimmtán mín. Slökkvið undir pottinum. Skömmu áður en súpan er borin á borð er vermt undir pottinum, laxinum bætt út í  og síðast rækjunum. Saxið steinselju og stráið yfir.

Fiskisupa

12 thoughts on “Matarmikil fiskisúpa

  1. Sæll vertu og takk fyrir að deila þessari girnilegu uppskrift með okkur hinum. Ég er samt aðeins óviss um það fyrir hve marga þú hugsar hverja uppskrift? Ég hafði hugsað mér að hafa þessa súpu handa 9 fullorðnum og einu barni. Er nóg að tvöfalda þessa uppskrift eða á ég að þrefalda hana? Með bestu kveðju og þökk Bergþóra

  2. Ef þú ætlar að hafa súpuna sem forrétt er nóg fyrir þig að tvöfalda hana. Ef hún á að vera aðalréttur þá er tvöföld uppskrift varla nóg. Gangi þér vel í eldamennskunni

  3. Já fjórar dósir í eina uppskrift. Kókosmjólkin fer út í á sama tíma og matreiðslurjóminn (er búinn að breyta því í lýsingunni)

    • Tandoori masala er kryddblanda. Uppistaðan er engifer, hvítlaukur, múskat, kanill, negull, cumin, kóriander, pipar, litarefni og eitthvað fleira. Þannig að ef þú átt ekki Tandori masala geturðu notað þessi krydd

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *