Moussaka

Moussaka Grikkland GRÍSKUR MATUR EGGALDIN
Moussaka

Moussaka

Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka, hversu margar og ólíkar þær eru. Þegar ég hafði farið í gegnum mínar uppskriftarbækur fór ég á netið og skoðaði þar fleiri tugi uppskrifta. Margir tengja moussaka við Grikkland, en réttara væri að tengja réttinn við Balkanskagann og Miðjarðarhafið. Moussaka rétturinn var borinn fram með blóm- og grænkálssalati. Ákaflega handhægur og góður veisluréttur.

🍆 — GRIKKLANDEGGALDIN — 🍆

.

 Moussaka

2 eggaldin
1-2 dl góð olía
2 laukar
4 hvítlauksrif
2 kúrbítar
1 stilkur sellerí
2 gulrætur, í sneiðum
4-5 tómatar, saxaðir
8-10 kartöflur (ósoðnar, skornar í sneiðar)
1 ds tómatar
1 b vatn
1/2 b linsubaunir
1 tsk múskat
1 msk timían
1 tsk oreganó
1 msk kanill
salt og pipar
1 ds grísk jógúrt
rifinn ostur

Skerið eggaldin í 1-2 cm sneiðar og steikið í olíu á pönnu – takið til hliðar.  Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíu í sæmilega stórum potti. skerið niður sellerí og kúrbít og bætið við ásamt gulrótum, tómötum, kartöflum, vatni, linsubaunum og kryddi. Sjóðið við lágan hita í ca 10 mín. Setjið í eldfast form, raðið eggaldinsneiðunum yfir, smyrjið jógúrtinu þar yfir og stráið loks ostinum yfir. Bakið í ofni við 170° í um klst.

🍆

 — GRIKKLANDEGGALDIN — 

— MOUSSAKA —

🍆

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.