Gróft Glóbrauð

Gróft Glóbrauð. Heilsubók Hagkaupa eldist vel og má nota aftur og aftur. Þessi uppskrift er úr bókinni, brauðið er kannski ekkert sérstaklega fallegt á myndinni (það er fallegra í bókinni), en gott er það.

Gróft Glóbrauð

2 1/2 dl gróft spelt

2 1/2 dl fínt spelt

1 dl sesamfræ

1 dl sólblómafræ

1 dl kókosmjöl

1 dl saxaðar hnetur

1 msk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

2-3 msk hunang

2-2 1/2 dl sjóðandi vatn

1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál, bætið hunangi, vatni og sítrónusafa út í og hrærið saman, skiptið í tvennt, setjið í 2 meðalstór smurð form eða 1 í stærra lagi. Bakið við 180°C í um 30 mín., takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mín. Það er gott að setja alls konar hnetur og fræ út í, ásamt sólþurrkuðum tómötum, ólífum, hvítlauk, gojiberjum og því sem þig langar mest í.

Uppskriftin er úr bókinni Heilsuréttir Hagkaupa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *