Rauðrófuhummús

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rauðrófuhummús. Hráar rauðrófur eru enn hollari en soðnar rauðrófur. Stundum tökum við okkur til og kreystum safa úr ferskum rauðrófum og drekkum. Hratið má vel nota í grænmetisbuff og fleiri rétti.

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur

1 msk cumín

2-3 hvítlauksrif

1 dl valhnetur

1 væn msk tahini

ca 1 dl góð olía

safi úr einni sítrónu

1-2 tsk gott hunang

1 msk eplaedik

1/2 -1 tsk salt

cayenne pipar

svartur pipar

Flysjið rauðrófurnar og skerið þær í bita. Látið í matvinnsluvél ásamt cumíni, hvítlauk, valhnetur, tahini, olíu, hunangi, sítrónusafa, ediki og kryddi. Maukið dágóða stund.

Rauðrófuhummús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *