Special Vigdísar kjúklingur

Specal Vigdísar kjúklingur

Special Vigdísar kjúklingur. Á dögunum var ég niðursokkinn við að leita að góðri kjúklingauppskrift – þá hringdi Vigdís. Hún sagði mér frá vinsælum rétti á sínu heimili. Kjúklingur hjúpaður muldu Special K kornflexi. Vigdís var tekin á orðinu og rétturinn bragðaðist einstaklega vel. Athugið að það þarf að minnsta kosti heila matskeið af kryddinu – Special K er nokkuð sætt eins og sumt morgunkorn (sem samt er auglýst sem heilsufæði)

Special Vigdísar kjúklingur

4 kjúklingalæri

1 egg

3 msk mjólk

1 msk kjúklingakrydd frá Prima

2 dl mulið Special K kornflex

½ dl brauðrasp

1-2 dl góð olía

Brjótið eggið í skál og bætið mjólkinni og kryddinu saman við og hrærið vel saman.  Blandið saman í aðra skál mulda kornflexinu og raspinu. Veltið lærunum upp úr eggjablöndunni og síðan upp úr raspinu. Þrýstið kornflex/raspi vel á lærin. Leggið þau í eldfast form. Hellið olíunni varlega yfir (passið að raspið fari ekki af kjötinu). Setjið álpappír yfir og bakið í 160° heitum ofni í um 1 1/2 klst.

PDF til útprentunar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *