Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu og bláberjaterta. Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur” en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt – heilsa okkar er jú verðmæt.

Appelsínu og bláberjaterta

Botn:

2 dl hnetur

2 dl möndlur

1 dl rúsínur

1 dl döðlur

2 msk fljótandi kókosolía

smá salt

Appelsínufylling:

6 dl kasjúhnetur

1 ½ dl ferskur appelsínusafi

1 dl agave eða mable síróp

1 dl fljótandi kókosolía

safi úr einni sítrónu

börkur af einni appelsínu

1/3 tsk salt

Bláberjafylling:

4 dl bláber (ég notaði frosin)

1 dl af appelsínufyllingunni

Botn: setjið hnetur, möndlur, döðlur, rúsínur, kókosolíu og salt í matvinnslu vél og maukið vel. Setjið bökunarpappír í botninn á formi, jukkið þar á og maukið í, þjappið.

Appelsínufylling: Látið kasjúhnetur, appelsínusafa, síróp, kókosolíu, sítrónusafa, appelsínubörk og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn en skiljið eftir ca 1/2 bolla í skálinni.

Bláberjafylling: Blandið bláberjum saman við ca 1 dl af appelsínufyllingunni, blandið vel saman og setjið ofan á appelsínufyllinguna í forminu. Tertuna má skreyta með appelsínum og bláberjum.

 Geymið tertuna í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram. Þessi terta er jafn góð ef ekki betri daginn eftir.

One thought on “Appelsínu og bláberjaterta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *